Þakflísar
Þakflísar úr leir hafa ýmsa góða eiginleika, þar á meðal langan líftíma, trausta endingu, góða aðlögunarhæfni og ekki síst mikla möguleika til endurnotkunar. Þessir eiginleikar gera þakflísar úr leir að gæðavöru.
Sennilega hefur ekki mikið verið hugsað um að hanna fyrir aðskilnað í mörgum af núverandi þakbyggingum þar sem notast hefur verið við þakflísar. Engu að síður eru langflestar byggingar þar sem notast er við þakflísar þannig úr garði gerðar að hægt sé að aðskilja smíðina og fjarlægja þakflísarnar í heilu lagi og endurnota þær annars staðar.
Góðu möguleikarnir koma frá því að flestar byggingar með þakflísum eru settar saman þannig að tiltölulega auðvelt er að taka þær í sundur. Þakflísarnar eru bundnar við þaksperrur með stálböndum sem auðvelt er að losa. Mæninn er annað hvort hægt að múra fastan eða skrúfa á. Í þeim tilfellum þar sem mænisflísar eru múraðar fastar saman er oftast notast við tiltölulega veika múrblöndu sem auðveldar að þrífa þær. Í þeim tilfellum þar sem mænisflísar eru skrúfaðar saman má skrúfa þær aftur í sundur.
Við niðurrif er mikilvægt að þakflísar séu meðhöndlaðar á réttan hátt. Fjarlægja þarf þakflísarnar varlega, pakka þeim saman þannig að auðvelt sé að meðhöndla þær, flytja þær og leggja á nýtt þak. Það þarf að taka þetta með í niðurrifið frá upphafi þannig að hægt sé að komast hjá miklum kostnaði.