Hönnun fyrir aðskilnað

Hugtakið Hönnun fyrir aðskilnað, eða Design for Disassembly eins og það er kallað á ensku, þýðir að mannvirki er hannað á þann hátt að hægt sé að aðskilja smíðina og í kjölfarið nota efnið í annað mannvirki. Mannvirkið verður því að vera hægt að taka í sundur án þess að eyðileggja þau efni sem notuð eru. Hönnun fyrir aðskilnað má fella inn í byggingarvinnu með múrsteinum í mun meira mæli en er gert í dag.

Tilgangur þessarar greinar og æfingar er að veita þér innsýn í kosti þess að byggja með múrsteinum, þar sem unnið er eftir leiðarljósum hönnunar fyrir aðskilnað, og veita þér þekkingu til að velja múrblöndu sem auðveldar aðskilnað og endurnotkun byggingarefna til lengri tíma litið.

Handbók kennara:

4. Leir_IS.docx

Múrsteinar

Múrsteinar úr leir eru þekktir fyrir að vera endingargóðir og með réttu viðhaldi geta múrsteinsbyggingar enst í mörg ár. Þegar unnið er með efni eins og múrstein sem hefur tiltölulega mikil umhverfisáhrif er mikilvægt að byggingar séu hannaðar með áherslu á möguleika til aðskilnaðar og endurnotkunar á seinni stigum.

Í byggingariðnaði er hönnun fyrir aðskilnað nýtt hugtak sem hefur vaxið í takt við viljann til að minnka umhverfisáhrif byggingargeirans.

Um árabil hefur verið notuð múrblanda í múrvinnu sem gerir það kleift að aðskilja múrverkið, hreinsa steinana og endurnýta þá.

Murbrokker inden rensning

Lengd:

U.þ.b. 45 mínútur

Þó eru farin að sjást dæmi um múrblöndu sem límist svo vel við múrsteinana að ekki er hægt að skilja þá frá hver öðrum. Og þá er ekki hægt að þrífa múrsteinana sem er hægt er að aðskilja vegna þess að viðloðun múrblöndunnar við steinana er of mikil.

Múrverk með múrblöndu sem þessa gerir það að verkum að ekkert annað kemur til greina en að mylja múrsteininn til endurvinnslu. Það er synd að þurfa að nota jafn vandað efni og múrstein í t.d. vegfyllingu, þar sem til eru til önnur efni sem hafa mun minni umhverfisáhrif.

Hins vegar eru dæmi um að hægt sé að endurnota múrverk sem gert er með sterkri múrblöndu á annan hátt. Harka múrblöndunnar gerir það að verkum að hægt er að skera múrinn niður í einingamót sem síðar má enduruppsetja. Hins vegar er þessi gerð af endurnotkun tiltölulega auðlindafrek og því ekki eins útbreidd um þessar mundir.

Mynd: Rasmus Hjortshøj - Arkitekt: Lendager

Fólk í geiranum telur að það séu sérstaklega nýju hagnýtu múrblöndurnar sem gera hreinsun múrsteina ómögulega. Þetta er einkum vegna þess að mikið bindiefni er í hagnýtum múrblöndum. Þrátt fyrir minni möguleika á endurnotkun hefur hagnýt múrblanda ýmsa góða kosti. Hún er mjög sterk sem auðveldar verkfræðingum að tryggja að smíðin standist. Múrblandan er með hraðan hörðnunartíma sem gerir það að verkum að hún er auðveldari í notkun þegar frost er í meðallagi. Þetta skilar sér í færri veðurtengdum töfum og skilvirkari framkvæmdum. Hagnýt múrblanda getur líka orðið hluti af lausnum framtíðarinnar. Það krefst þess einfaldlega að framleiðendur beri kennsl á þörfina fyrir það að hægt sé að aðskilja múrblönduna til lengri tíma litið á sama tíma og haldið er í aðra gagnlega eiginleika.

Unnið með múrsteina

Hönnun fyrir aðskilnað má taka með í skipulagningu múrverks. Þannig er hægt að tryggja sem mesta möguleika til framtíðar endurnotkunar. Það þarfnast þess að settar séu fram spurningar um efnasamsetningu þannig að múrblandan sem notuð er í múrverkið hafi þann styrk sem þarf en sé þó ekki sterkari en nauðsynlegt er. Þannig er bæði hægt að tryggja að byggingin hafi æskilegan endingartíma og að hægt sé að endurnota efnin.

Þakflísar

Þakflísar úr leir hafa ýmsa góða eiginleika, þar á meðal langan líftíma, trausta endingu, góða aðlögunarhæfni og ekki síst mikla möguleika til endurnotkunar. Þessir eiginleikar gera þakflísar úr leir að gæðavöru.

Tegltage

Sennilega hefur ekki mikið verið hugsað um að hanna fyrir aðskilnað í mörgum af núverandi þakbyggingum þar sem notast hefur verið við þakflísar. Engu að síður eru langflestar byggingar þar sem notast er við þakflísar þannig úr garði gerðar að hægt sé að aðskilja smíðina og fjarlægja þakflísarnar í heilu lagi og endurnota þær annars staðar.

Góðu möguleikarnir koma frá því að flestar byggingar með þakflísum eru settar saman þannig að tiltölulega auðvelt er að taka þær í sundur. Þakflísarnar eru bundnar við þaksperrur með stálböndum sem auðvelt er að losa. Mæninn er annað hvort hægt að múra fastan eða skrúfa á. Í þeim tilfellum þar sem mænisflísar eru múraðar fastar saman er oftast notast við tiltölulega veika múrblöndu sem auðveldar að þrífa þær. Í þeim tilfellum þar sem mænisflísar eru skrúfaðar saman má skrúfa þær aftur í sundur.

Tagsten

Við niðurrif er mikilvægt að þakflísar séu meðhöndlaðar á réttan hátt. Fjarlægja þarf þakflísarnar varlega, pakka þeim saman þannig að auðvelt sé að meðhöndla þær, flytja þær og leggja á nýtt þak. Það þarf að taka þetta með í niðurrifið frá upphafi þannig að hægt sé að komast hjá miklum kostnaði.

Tagsten på paller

Ónýttir möguleikar

Því miður eru flestir múrsteinar ekki endurnotaðir. Það stafar líklega af því að það er ekki efnahagslega hagkvæmt eins og vinnuferlið er í dag. Þegar þakflísar eru teknar niður er þeim vanalega hent niður í gegnum sorpsrennuna sem eyðileggur flísarnar. Þar af leiðandi er einungis hægt að nota þakflísarnar til endurvinnslu. Mikið af hinum malaða múrsteini er notaður í vegafyllingu eða sem grunnur fyrir græn þök.

Tagsten klar til knus

Dæmi

Múrsteinar sem ekki er hægt að endurnota vegna vals á múrblöndu

Á myndunum fjórum hér að ofan sést hversu vel múrsteinarnir eru límdir saman, sem gerir það að verkum að ómögulegt er að þrífa og endurnota þá.

Dæmi um endurnotkun þakflísa

Tagsten

Búið er að fjarlægja þakflísarnar svo hægt sé að skipta um undirlag. Í því ferli er einnig skipt um þaksperrur áður en gömlu þakflísarnar eru settar aftur upp.

Dæmi: Þakflísum pakkað saman fyrir endurnotkun

Það er kostur að þrífa þakflísarnar áður en þær eru teknar niður. Þegar þakflísarnar hafa verið teknar niður skal þeim pakkað saman í búnt þannig að auðvelt sé að meðhöndla þær og leggja þær niður í næsta þakverkefni.

Verkefni - Val á múrblöndu

Í þessu verkefni átt þú að velta því fyrir þér um hvernig þú getur límt saman múrsteina með mismunandi múrblöndu. Tilgangur verkefnisins er að þú fáir innsýn í hvaða múrblöndu er hægt að nota fyrir ákveðna útsetningarflokka.

Verkefni þitt er að finna múrblöndu sem hægt er að nota fyrir hvern útsetningarflokk. Múrblandan sem valin er verður að vera eins veik og hægt er en samt uppfylla kröfur útsetningarflokksins. Það tryggir sem bestan útgangspunkt fyrir seinni tíma aðskilnað og endurnotkun.

Hvaða múrblöndu er hægt að nota fyrir eftirfarandi útsetningarflokka?

  • MX1
  • MX2.1
  • MX2.2
  • MX3.1
  • MX3.2
  • MX4 *
  • MX5 *

* MX4 og MX5 eru viðbótarflokkar sem geta ekki staðið einir og sér.

Skitse over eksponeringsklasser