Ratleikur

Í þessari æfingu eigið þið að vinna saman í hópum og finna staði í ykkar nærumhverfi þar sem finna má endurnotaða múrsteina. Markmiðið er að kanna möguleikann á að nota þetta efni í nýbyggingar eða endurbætur.

Handbók kennara:

6. Leir_IS.docx

Í leit að endurnotuðum múrsteinum

Í þessari æfingu eigið þið að vinna saman í hópum og finna staði í ykkar nærumhverfi þar sem finna má endurnotaða múrsteina. Markmiðið er að kanna möguleikann á að nota þetta efni í nýbyggingar eða endurbætur.

Fylgið eftirfarandi skrefum:

Rannsóknarvinna:

  • Finnið út úr því hvar væri hugsanlega hægt að nálgast endurnotaða múrsteina. Það gæti t.d. verið hjá fyrirtækjum eða stofnunum.

Heimsókn og spjall:

  • Farið út og talið við starfsfólk á þeim stöðum sem þið hafið fundið. Fáið upplýsingar um magn endurnotaðra múrsteina, eiginleika þeirra og kostnað.

Sameiginleg samantekt:

  • Að lokum á bekkurinn að ræða saman og gera samantekt á því hvar er hægt að nálgast endurnotaða múrsteina, hversu mikið magn er í boði, eiginleika þeirra og kostnað.

Æfingin miðar að því að skapa sameiginlega þekkingu í bekknum um endurnotaða múrsteina í næsta nágrenni. Til að klára æfinguna þurfið þið að finna mismunandi gerðir af endurnotuðum múrsteinum og svara spurningum um magn, gæði og kostnað.

Sækið skjölin tvö hér að neðan til að fá hugmyndir um hvar er hægt að nálgast endurnotaða múrsteina, hvers konar múrsteinum þið ættuð að leita að og hvers konar spurninga þið ættuð að spyrja um efnin sem þið finnið.

Lengd:

U.þ.b. 5 klukkustundir

Spurningalisti fyrir hvern stað

Kynning:

Þessum spurningalista verðið þið hópurinn að svara fyrir hvern birgja endurnotaðra múrsteina sem þið finnið. Á listanum eru meðal annars spurningar um magn, verð og gæði. Þessar upplýsingar er mikilvægt fyrir iðnaðarmenn að vita, svo þeir geti verið vissir um að afhenda viðskipstavininum það sem samið hefur verið um.

Svara þarf listanum eins vel og hægt er. Það er ekki alltaf víst að hægt sé að svara öllum spurningum en mikilvægt er að sem mestar upplýsingar fáist. Það getur líka verið að þið í hópnum teljið að það séu mikilvægar upplýsingar um endurnotaða múrsteina sem vantar á listann. Ef svo er, er ykkur velkomið að bæta við listann.

Spurningar:

  1. Hvaða gerðir endurnotaðra múrsteina eru fáanlegar á staðnum? (Þakflísar, múrsteinar, múrsteinar í ólíku lagi, og í hvaða formi eru þeir fáanlegir?)
  2. Hversu mikið magn endurnotaðra múrsteina er á staðnum? Og hvers konar byggingarframkvæmdir væri hægt að framkvæma með því magni?
  3. Hvernig áætlar starfsfólkið framtíðarmagn endurnotaðra múrsteina?
  4. Hvaða eiginleika hafa endurnotuðu múrsteinarnir? (Litur, form, þrýstiþol, vottun út frá útsetningarflokkum.)
  5. Í hvað telur starfsfólkið að hægt sé að nota endurnotuðu múrsteinana?
  6. Í hvað teljið þið hópurinn að hægt sé að nota endurnotuðu múrsteinana?
  7. Hvert er verðið á endurnotuðu múrsteinunum?

Innblástur

Þessi listi er hugsaður sem innblástur fyrir ólíkar gerðir endurnotaðra múrsteina sem hægt er að leita að og hvar hægt er að finna þá. Hugmyndirnar eru skrifaðar út frá því hvar má almennt finna endurnotaða múrsteina. Kannski eiga þær ekki við um þitt nærumhverfi; þannig þínar eigin hugmyndir geta því verið alveg eins góðar.

Tegundir endurnotaðra múrsteina sem þið getið reynt að finna:

  • Múrsteinar
  • Steinklæðning
  • Þakflísar
  • Gangstéttarflísar

Hugmyndir að mögulegum staðsetningum endurnotaðra múrsteina:

  • Byggingavöruverslun í nágrenninu
  • Endurvinnslustöð í nágrenninu - sumar endurvinnslustöðvar eru með sérstaka stöð fyrir beina endurnotkun á byggingarefni, aðrar eru með sérstaka gáma sem má leita í eftir hlutum sem hefur verið hent. Aðrar endurvinnslustöðvar eru með allt annað fyrirkomulag. Spyrjið starfsfólkið um hvernig fyrirkomulagið er á ykkar endurvinnslustöð.
  • Endurvinnslusölur
  • Múrsteinaverksmiðjur - sumar verksmiðjur selja einnig notaða múrsteina
  • Niðurrifsfyrirtæki