Í leit að endurnotuðum múrsteinum
Í þessari æfingu eigið þið að vinna saman í hópum og finna staði í ykkar nærumhverfi þar sem finna má endurnotaða múrsteina. Markmiðið er að kanna möguleikann á að nota þetta efni í nýbyggingar eða endurbætur.
Fylgið eftirfarandi skrefum:
Rannsóknarvinna:
- Finnið út úr því hvar væri hugsanlega hægt að nálgast endurnotaða múrsteina. Það gæti t.d. verið hjá fyrirtækjum eða stofnunum.
Heimsókn og spjall:
- Farið út og talið við starfsfólk á þeim stöðum sem þið hafið fundið. Fáið upplýsingar um magn endurnotaðra múrsteina, eiginleika þeirra og kostnað.
Sameiginleg samantekt:
- Að lokum á bekkurinn að ræða saman og gera samantekt á því hvar er hægt að nálgast endurnotaða múrsteina, hversu mikið magn er í boði, eiginleika þeirra og kostnað.
Æfingin miðar að því að skapa sameiginlega þekkingu í bekknum um endurnotaða múrsteina í næsta nágrenni. Til að klára æfinguna þurfið þið að finna mismunandi gerðir af endurnotuðum múrsteinum og svara spurningum um magn, gæði og kostnað.
Sækið skjölin tvö hér að neðan til að fá hugmyndir um hvar er hægt að nálgast endurnotaða múrsteina, hvers konar múrsteinum þið ættuð að leita að og hvers konar spurninga þið ættuð að spyrja um efnin sem þið finnið.