Umhverfislegur ávinningur af endurnotkun múrsteina
Nú munt þú læra meira um hvernig endurnotkun múrsteina getur verið til hagsbóta fyrir loftslagið og auðlindanotkun. Markmiðið er að gera þér kleift að bera saman nýtt og endurnotað efni og meta hvort er betra fyrir umhverfið.
Loftslagsáhrif
Loftslagsváin er í brennidepli í samfélaginu í dag. Það er því lögð mikil áhersla um öll Norðurlöndin á það hvernig má draga úr loftslagsáhrifum byggingarefna.
Loftslagsáhrif byggingarefnis má reikna út á grundvelli lífsferilsgreiningar; einnig kallað LCA. Lífsferilsgreining er mat á hugsanlegum umhverfisáhrifum, líkan eða formúla, þar sem setja þarf inn gögn (tölur) um tiltekin byggingarefni.
Gögn um loftslagsáhrif byggingarefnis má finna í vörugagnablaði sem kallast umhverfisyfirlýsing vöru og er skammstafað EPD (Environmental Product Declaration). Í sumum tilfellum er engin umhverfisyfirlýsing fyrir byggingarefni, þar sem það er í höndum framleiðandans að fjármagna og framleiða yfirlýsinguna sjálfur. Í þeim tilvikum þarf að nota almenn gögn. Almenn gögn eru meðaltölur sem má til dæmis finna í þýska gagnagrunninum Oekobaudat.de.
Til þess að gera einfaldan loftslagsútreikning þarftu:
- EPD eða önnur gögn um valið múrefni.
- Þekkingu á magni efna sem á að nota.
- Hugsanlega umbreytingu á uppgefinni einingu í aðra einingu (dæmi: úr tonnum í magn).
- Þekkingu á þjóðarkröfum um hvað þarf að taka með í útreikningi.