Spilliefni

Tilgangur þessarar æfingar er að gefa þér innsýn í tilfelli þar sem múrsteinar geta verið mengaðir og því ekki hægt að endurnota þá.

Fyrirvari: Þetta er ekki tæmandi leiðarvísir um það hvernig standa skuli að endurbótum eða niðurrifi bygginga sem innihalda spilliefni, heldur kynning á því mikilvægasta sem hafa þarf í huga.

Handbók kennara:

10. Leir_IS.docx

Hættuleg efni og hlífðarbúnaður

Endurnotkun dregur úr umhverfisáhrifum. Hins vegar eru dæmi um að innbyggð efni séu menguð af hættulegum efnum og því ekki hægt að endurnota þau. Auk þess þarf að gæta þess að verja sig með hlífðarbúnaði þegar maður meðhöndlar eða brýtur niður byggingarefni.

Skorsteinar

Efni í skorsteini er yfirleitt hvorki hægt að endurnýta né endurvinna, þar sem múrsteinninn hefur mengast af sóti og þungmálmum frá reyk og brennslu. Því er mikilvægt að gera ítarlega áætlun um hvernig efnin eru brotin niður og meðhöndluð áður en vinna hefst. Hér er mikilvægt að iðnaðarmaðurinn sem vinnur verkið sé með hlífðarbúnað sem tryggir að hættuleg efni skaði hann ekki.

Ef vafi leikur á hvort úrgangurinn sé mengaður má taka sýni. Með sýnunum er hægt að skrásetja innihald spilliefna svo hægt sé að gera viðeigandi varúðarráðstafanir. Sýnin geta einnig skýrt um hvers konar úrgang er að ræða og þannig ákvarðað hvert honum beri að henda.

Lengd: 60 mínútur

Undirbúningur: 10 mínútur

Verkefni og lestur: 50 mínútur

En skorsten af mursten der er dækket af sod.
En murstensmur med et vindue.

Gluggafals með teygjanlegum samskeytum

Á undanförnum árum hafa teygjanleg samskeyti verið notuð á milli múrsamskeyta og glugga- og hurðahluta. Komið hefur fyrir að þéttiefnið innihaldi ýmis hættuleg efni. Sum þessara spilliefna eiga það til að dreifa sér (leka) inn í aðliggjandi byggingarhluta og því eru dæmi um múrsteina sem eru mengaðir með spilliefnum.

Til að takmarka útbreiðslu spilliefna ætti ekki að endurnota eða endurvinna þessa múrsteina.

Hægt er að kanna hvort spilliefni hafi dreift sér úr teygjanlegum samskeytum inn í múrverkið með því að taka sýni.

Gljáðar þakflísar

Gljáinn á gljáðum þakflísum inniheldur þungmálma, þar á meðal blý. Enn er löglegt að nota gljáðar þakflísar í nýbyggingum, þó þær séu í nánast öllum tilfellum urðaðar eftir niðurrif. Áður en gljáðar þakflísar eru fjarlægðar er gerð áætlun til að tryggja að verktaki verði ekki fyrir óþarfa heilsutjóni. Niðurrif gljáðra þakflísa skal framkvæma á hátt sem takmarkar rykmengun þar sem rykið gæti innihaldið þungmálma sem hættulegt er að anda að sér.

Yfirborð múrverks

Margt múrverk er yfirborðsmeðhöndlað. Sumar þessara yfirborðsmeðferða innihalda spilliefni. Áður en múrverk sem hafa verið yfirborðsmeðhöndluð eru rifin niður og endurnýjuð skal kanna hvort í yfirborðsmeðferðinni séu spilliefni. Þessar prófanir eru gerðar af sérþjálfuðu fólki sem tekur sýni og greinir innihaldsefnin áður en niðurrif hefst.

Flísalím

Áður fyrr voru ýmis steinefni notuð í flísalím sem síðar hefur komið í ljós að eru heilsuspillandi. Vanalega þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu svo lengi sem flísarnar og límið haldast heil. Við niðurbrot þeirra myndast gjarnan ryk sem gæti innihaldið hættuleg steinefni.

Þetta á sérstaklega við um asbest sem var bannað á níunda áratugnum, en önnur spilliefni má einnig finna í gömlu flísalími.

Almennar varúðarráðstafanir

Það er á ábyrgð vinnuveitanda að vernda starfsfólk sitt gegn heilsufarsáhættum meðan verk er unnið. Því ber vinnuveitanda að gera áætlun og gefa verktaka nákvæmar leiðbeiningar áður en vinna með spilliefni hefst. Ef þú ert í vafa skaltu spyrja spurninga og leita svara í fagleiðbeiningum yfirstjórnar.

Et sort tegltag der skinner i solen.

Verkefni (50 mínútur)

Í þessu verkefni eigið þið sem hópur að einblína á niðurrif eða endurbætur sem þú eða hópmeðlimur hefur tekið þátt í eða þekkir til. Þið verðið að ákvarða hvort hugsanlega hafi leynst spilliefni í byggingarefninu sem var unnið með. Mundu að skrifa niður öll svörin þín.

Byrjaðu á því að lesa textann ef þú hefur ekki gert það nú þegar. Gerðu síðan stutta lýsingu á framkvæmdinni (15 mín.):

  1. Hvaða verk voru unnin?
  2. Hvaða ár var húsið eða mannvirkið upphaflega byggt?
  3. Hefur húsið eða mannvirkið verið endurnýjað síðan? Ef svo er, hvenær þá? (Ef það er ekki vitað, má áætla ártal)

Hugleiðingar (20 mín.):

  1. Hvaða spilliefni gætu hafa verið í niðurbrotsefnum framkvæmdarinnar? Ekki hika við að leita á netinu til að leysa verkefnið.
  2. Hvernig varðir þú þig gegn spilliefnum?
  3. Hvernig hefðir þú átt að verja þig gegn spilliefnum?

Deildu svörum þínum með bekknum (15 mín.)