Hönnun fyrir aðskilnað - Byggingarteikning

Í þessari æfingu munt þú útbúa skissur og byggingarteikningar með áherslu á meginreglur hönnunar fyrir aðskilnað.

Nota þarf teikningarnar í næstu æfingu, þar sem smíða skal líkan út frá efni teikninganna.

Handbók kennara:

5. Tre_IS.docx

Hönnun fyrir aðskilnað

Hugtakið Hönnun fyrir aðskilnað, eða Design for Disassembly eins og það heitir á ensku, þýðir að mannvirki er hannað á þann hátt að hægt sé að skilja í sundur einingar þess og endurnota í kjölfarið í önnur mannvirki. Mannvirkið ætti að vera hægt að taka í sundur án þess að skemma þau byggingarefni sem notuð eru. Tilgangur hönnunar fyrir aðskilnað er að stuðla að því að draga úr neyslu óendurnýjanlegra auðlinda og minnka magn úrgangs. Fyrir byggingariðnaðinn þýðir hönnun fyrir aðskilnað að byggingarefni þarf að fjarlægja, flokka og endurvinna. Það er hægt að gera með beinni endurnotkun, þ.e. að byggingarefnið sé notað aftur án frekari vinnslu, eða með því að endurvinna hreint efnisflæði, þ.e. þegar efnin eru endurnýtt í nýjar vörur eftir vinnslu.

Huga þarf að hönnun fyrir aðskilnað í byggingum með timbri í mun meira mæli en gert er í dag. T.d. er mikilvægt að samskeyti séu sýnileg, einföld og ekki falin. Viðurinn þarf að vera hreinn og laus við óæskileg efni. Sýnileg samskeyti geta t.d. verið skrúfuð eða boltuð saman þannig að auðveldara sé að aðskilja þau og endurnota.

Eftirfarandi sýnir dæmi um timbur sem er notað á þann hátt að hægt sé að aðskilja og endurnota það.

Lengd:

2 klukkustundir og 40 mínútur

Dæmi

Skúr

Skúrar byggðir úr góðu, endurunnu timbri. Veggirnir eru gerðir sem einingar sem auðvelt er að aðskilja, færa til eða endurnota. Burðarvirkið í veggnum er hannað sem grind úr endurunnu timbri. Staurarnir og bjálkarnir standa á jarðvegsskrúfum sem auðvelt er að skrúfa upp og endurnota. Klæðningin er úr völdu pallaefni og gólfplötum sem eru skrúfaðar á sinn stað og gerðar sem einingar sem auðvelt er að færa til og endurnota.

Framhliðarklæðning með spæni

Framhliðarklæðning gerð úr spæni úr stuttum 600 mm endurnotuðum viðarbitum. Oft eru framhliðarklæðningar gerðar úr löngum 4-5 metra plötum, en með því að nota afskurð er hægt að draga úr sóun og lágmarka notkun nýs timburs.

Et skur beklædt med genbrugstræ.
To mænd der bygger en væg på et skur.

Brennd framhlið

Brenndar framhliðareiningar úr 600x1200 mm endurunnu timbri. Einingarnar eru framleiddar á verkstæði og síðan settar á framhliðina. Auðvelt er að skipta út einingunum og setja þær aftur upp. Brennsla er sjálfbærari gegndreypingaraðferð fyrir timbur en ýmsar aðrar. Þegar efstu millímetrarnir í timbrinu eru brenndir brennur sykurinn í viðnum um leið þannig að skaðlegar örverur hafa ekkert til að lifa á. Þetta hindar það að viðurinn rotni.

Burðarvirki

Auðvelt er að aðskilja og endurnota burðarvirki með bitum og sýnilegum samskeytum. Sýnilegu samskeytin eru boltuð saman og verða um leið hluti af byggingartjáningu hússins. Einnig er hægt að búa til grindarbita og grindarsperrur úr endurunnu timbri og plötum.

Gólffjalir

Vandaðar, gegnheilar gólffjalir eru góðar og auðvelt að endurnýta þær ef þær eru ekki límdar saman. Það þarf að hreinsa þær og þrífa áður en þær eru settar aftur upp í byggingu.

Verkefni (2 klukkustundir og 40 mínútur)

Undirbúningur (20 mín.)

  1. Komdu með dæmi af eigin reynslu þar sem erfitt var að aðskilja efni og byggingar.
    • Hvernig var erfitt að aðskilja það?
    • Hvernig hefði verið hægt að gera það betur?
  2. Ræddu reynslu þína og mögulegar lausnir innan bekkjarins.

Saman í 2 manna hópum (2 klst.)

  1. Leitaðu á internetinu að öðrum lausnum um hönnun fyrir aðskilnað með timbur. Það getur verið allt frá undirstöðum, gólfflötum, útveggjum, gólfum, gluggum, klæðningu, húsgögnum, innréttingu, þakhlutum o.fl.
  2. Gerðu 3 skissutillögur að mismunandi byggingareiningum þar sem þú leggur áherslu á snjallar lausnir sem hægt er að aðskilja og endurnota. Þér er velkomið að hugsa út fyrir kassann og koma með nýjar tillögur t.d. að klæðningum innan og utan. Það geta líka verið upplýsingar um samsetningu á milli tveggja byggingareininga eða eitthvað allt annað. Hugsaðu út frá einingum sem auðvelt er að skipta um. Valið er þitt og það eru engin takmörk. Hins vegar verða tillögurnar að tengjast húsasmíði og innréttingasmíði.
  3. Kynntu skissutillögurnar þínar fyrir bekknum og kennaranum sem gefur þér endurgjöf.
  4. Veldu eina skissutillögu sem þú vilt vinna nánar. Tillöguna þarf að fínpússa áður en endanleg byggingarteikning er gerð.
  5. Gerðu nú endanlegar byggingarteikningar fyrir líkan í stafrænu teikniforriti eða í handteikningu, helst bæði í tvívídd og þrívídd. Þetta líkan verður síðan smíðað á verkstæðinu í næstu æfingu.

Kynning og samantekt (20 mín.)

  1. Kynntu lokahugmynd þína og teikningar fyrir bekknum og kennaranum.
  2. Metið kennslueininguna í tímanum og komið með tillögur að úrbótum.