Endurnotkun og
endurvinnsla timburs
Möguleikarnir á að endurnota og endurvinna timbur eru miklir, en það eru viss vandamál við það hvernig við notum timbur í dag. Við sóum miklum auðlindum með því að brenna timbrið of fljótt og við hugum ekki nóg að líftíma timbursins.
Tilhneiging okkar til að kaupa nýtt timbur í stað þess að endurnota og endurvinna það sem við höfum nú þegar býr til úrgang og gengur á skógarauðlindir.
Það er kominn tími til að umbreyta neyslumynstri okkar. Við þurfum að breyta aðfangakeðjum, þróa nýjar vörur, hanna öðruvísi og endurskoða hvernig við notum og vinnum með timbur.
Þetta byrjar allt á því að „bjarga“ timbrinu sem áður var bara litið á sem úrgang. Eftir það verðum við að undirbúa timbrið til endurnotkunar - annað hvort í sama tilgangi eða einhverjum allt öðrum.
Það er þarna sem þú kemur inn í myndina.