Efnisgæði og hönnun fyrir aðskilnað

Hér getur þú lært um það hvernig maður kannar gæði efna og um muninn á nýjum og endurnotuðum efnum. Þar að auki getur þú lært hvernig má byggja þannig að hægt sá að aðskilja einstaka hluta og endurnota þá út frá meginreglunni um „hönnun fyrir aðskilnað“.

Horfðu á myndbandið og leystu síðan verkefnið hér að neðan. 

 

Handbók kennara:

7. Inngangur_IS.docx 

Verkefni (40 mín.)

Nú skaltu svara spurningunum hér að neðan. Vertu viss um að skrifa niður svörin þín til að geta skoðað þau síðar. Þér er velkomið að afrita spurningarnar yfir í ritvinnsluforrit svo auðveldara sé að skrifa niður svörin við hverri spurningu.

Í pörum: 30 mín.

  • Kannaðu og lýstu með þínum eigin orðum hvað CE-merking þýðir.
  • Komdu með dæmi um vörur úr góðum og slæmum gæðum sem þú notar í þínu daglegu lífi. Hvað eru góð gæði og hvað eru léleg gæði?
  • Kannaðu hvað þarf til að byggingarvara fái CE-merkingu (leitaðu að upplýsingum á netinu um byggingarvörureglugerðina).
  • Lýstu meginreglunni um „hönnun fyrir aðskilnað“.

Kynning og samantekt: 10 mín.

  • Kynnið svör ykkar fyrir hvert öðru í tímanum og leggið mat á verkefnið.

Lengd: 45 mínútur

Myndband: 5 mínútur

Verkefni: 40 mínútur