1. Kynningarmyndband

Markmiðið með kynningarmyndbandinu er að þú og bekkurinn þinn verði meðvituð um mikilvægi iðnaðarmannsins í samfélaginu og í umhverfinu.

Byrjið á að horfa á myndbandið sem kynnir ykkur fyrir viðfangsefninu. Undir myndbandinu finnið þið nokkur verkefni sem þið getið leyst síðar.

Handbók kennara:

1. Inngangur_IS .docx

Hlutverk iðnaðarmannsins

Nú hefur þú séð innganginn, þar sem vísindamaður, stjórnmálamaður með þekkingu á samfélaginu og fyrirmynd sem vinnur með endurnýjanlegar auðlindir, hafa komið með skoðanir sínar á því hvers vegna iðnnám sé mikilvægt og hvernig hægt er að nota menntunina til að hafa áhrif.

Markmiðið með eftirfarandi verkefnum er að þú og bekkurinn þinn íhugi og ræði mikilvægi iðnaðarmanna í samfélaginu og hlutverk þeirra gagnvart umhverfinu.

Lengd: 45 mínútur

Myndband: 5 mínútur

Verkefni: 40 mínútur

 

Verkefni - Hlutverk iðnaðarmannsins (40 mín.)

Nú þarftu að svara eftirfarandi spurningum. Vinsamlegast skrifaðu svörin þín niður, svo þú getir notað þau síðar. Þú mátt afrita spurningarnar yfir í ritvinnsluforrit, svo það sé auðveldara að skrifa niður svörin við hverri spurningu.

1. Sjálfsvinna (15 mín.)

  • Lýstu því af hverju þú valdir iðnnám. Er eitthvað sem þú heyrðir í myndbandinu sem þér finnst passa við það af hverju þú vilt vera iðnaðarmaður?
  • Lýstu með eigin orðum hlutverki iðnaðarmannsins í samfélaginu og lýstu þremur sviðum í samfélaginu þar sem iðnaðarmenn gegna mikilvægu hlutverki.
  • Ímyndaðu þér að þú ættir að útskýra hugtakið umhverfi fyrir vini þínum án þess að nota orðið umhverfi. Skrifaðu skýringuna þína niður.
  • Hvað er það sem þú leggur áherslu á varðandi umhverfið? Það getur verið bæði innan þinnar sérgreinar, í þínum daglega lífi eða í heiminum almennt.

2. Með bekkjarfélaga (5 mín.)

  • Lestu svör þín fyrir bekkjarfélaga þínum.
  • Átt þú eitthvað sameiginlegt með bekkjarfélaga þínum?

3. Lýstu sjálf(ur): Hvernig geta iðnaðarmenn tekið þátt í þróuninni? (10 mín.)

  • Hvernig telurðu að hægt sé að gera umhverfinu gagn með iðnnámi? Skrifaðu niður að minnsta kosti tvenns konar aðstæður þar sem iðnaðarmenn geta hjálpað til við að bæta umhverfið.
  • Hvað þarf til þess að þú - og iðnaðarmenn almennt - geti hjálpað sem mest til við að bæta umhverfið?

4. Kynning fyrir bekknum (10 mín.)

  • Kynntu nokkur af bestu svörunum þínum úr fyrstu tveimur verkefnunum fyrir bekknum. Var eitthvað sameiginlegt hjá ykkur?
  • Ræðið saman í bekknum hvernig iðnaðarmenn geta hjálpað til við að bæta umhverfið og hvað þarf til þess að tryggja að það gerist í framtíðinni.